Ábyrgð Upplýsingar

„Oculus for Business“ (Oculus fyrir fyrirtæki)

Takmörkuð fyrirtækja ábyrgð

 

Hver gefur út þessa ábyrgð? Þessi takmarkaða ábyrgð („ábyrgðin“) er gefin út af Facebook Technologies, LLC, 1601 Willow Road, Menlo Park, CA 94025, Bandaríkjunum („Facebook Technologies“ eða „við“).

Hver getur nýtt sér þessa ábyrgð? Facebook Technologies gefur út þessa ábyrgð til þín, sem einstaklings eða lögaðila sem hefur keypt nýja vöru í viðskiptalegum tilgangi frá Facebook Technologies eða viðurkenndum endursöluaðila, eða frá öðrum virðisaukandi endursöluaðila sem keypti vöruna upphaflega frá Facebook Technologies eða viðurkenndum endursöluaðila. Þessari ábyrgð nær aðeins til varnings frá Facebook Technologies sem er keyptur í viðskiptalegum tilgangi af þér og getur ekki verið framseld til síðari kaupenda eða notenda og er ekki í boði fyrir vörur sem voru keyptar notaðar. „Virðisaukandi endursöluaðili“ er einstaklingur eða lögaðili sem selur nýjar Facebook Technology vörur til enda-notanda (e. end user) sem notar vöruna í viðskiptalegum tilgangi sem hluti af tiltekinni þjónustu sem aðilinn bíður uppá.

Hvað gerir þessi ábyrgð? Þessi veitir þér rétt á viðgerð, uppfærslu eða endurnýjun á „Oculus for Business“ (Oculus fyrir fyrirtæki) vöru, ef hún stenst ekki virknina út ábyrgðartímabilið.

Þessi ábyrgð veitir þér tiltekin réttindi, þú gætir einnig átt önnur réttindi, eftir því hvaða fylki eða landi þú ert búsettur í. Þessari ábyrgð er ætlað að gilda samhliða lögum um neytendakaup og hefur því ekki áhrif á lagalegan rétt þinn á grundvelli laga um neytendakaup (þ.m.t. ef við á, en ekki einvörðungu, innlend lög sem innleiða reglugerð 44/99/EC).

Hvað fellur undir þessa ábyrgð? Þessi ábyrgð nær til annmarka og bilana í nýjum Facebook Technologies vörum sem fylgja með ábyrgðinni („varan“). Við ábyrgjumst að varan muni, með eðlilegri og áætlaðri notkun, virka að mestu leiti í samræmi við útgefnar tæknilegar upplýsingar eða meðfylgjandi vörulýsingu („virknin“) út ábyrgðartímabilið. Ef, og upp að því marki, sem varan þarfnast hugbúnaðar eða þjónustu frá Facebook Technologies til að ná virkninni, þá munum við framleiða hugbúnað og gera hann ásamt nauðsynlegri þjónustu aðgengilegan út ábyrgðartímabilið. Við getum einhliða uppfært, breytt eða takmarkað slíkan hugbúnað og þjónustu svo lengi sem við viðhöldum (eða bætum) virkninni.

Þörf er að skrá vöruna til að ábyrgðin taki gildi.

Hversu lengi gildir ábyrgðin? Þessi takmarkaða ábyrgð gildir í eitt (1) ár frá upphaflegum kaupum á vörunni frá Facebook Techonolgies eða viðurkenndum „Oculus for Business“ (Oculus fyrir fyrirtæki) endursöluaðila, hér falla ekki undir virðisaukandi endursöluaðilar („ábyrgðartímabilið“). Ef þú kaupir vöruna frá virðisaukandi endursöluaðila, skal ábyrgðartímabilið byrja þegar virðisaukandi endursöluaðilinn keypti upphaflega vöruna.

Hvað mun Facebook Technologies gera ef það er vandamál með vöruna? Ef varan þín er háð annmörkum eða bilar, þá munum við annað hvort laga vöruna eða skipta henni út, eða uppfæra hugbúnaðinn eða þjónustuna, svo að varan virki að mestu leiti í samræmi við virknina. Oculus ákveður einhliða hvaða leið verður valin til að leysa úr vandamálinu. Ef við ákveðum að vörunni verði skipt út, þá gæti hin nýja vara verið glæný eða endurframleidd (endurnýjuð). Við getum ákveðið einhliða, að engin af framangreindum aðferðum sé raunhæf til að leysa úr vandamálinu, annmarkanum eða biluninni, þá getum við endurgreitt þér kaupverð vörunnar.

Hvernig færðu þjónustu? Til að byrja með, þá þarftu að segja okkur frá málinu. Ef það eru einhver vandamál með vörunna, vinsamlegast farið á support.Oculus.com til að fá aðstoð og frekari upplýsingar, þar er einnig hægt að senda inn beiðni um þjónustu vegna ábyrgðarinnar. Það kann að vera að Facebook Technologies ábyrgist ekki eða veiti ekki þjónustu til þeirra landa eða svæða sem Facebook Technology selur ekki eða sendir ekki vörur til. Þú getur lært meira um Facebook Technologies og hvert fyrirtækið sendir vörur á htttps://support.Oculus.com.

 

Ef þú þarft að senda vörunna til okkar til viðgerðar, þá munum við veita þér fyrir fram merktan póstmiða, og þú þarft að senda vöruna til okkar með þessum póstmiða ásamt sönnun fyrir kaupum á vörunni.

Þú gætir þurft að greiða sendingarkostnaðinn við að senda vörunna til okkar. Þegar við móttökum vöruna, þá munum við ákveða hvort hún sé háð einhverjum annmörkum eða hvort hún sé biluð á þann veg að ábyrgðin nái til annmarkans eða bilunarinnar. Ef við finnum annmarka eða bilun sem ábyrgðin nær til, þá munum við laga eða skipta vörunni út til að ná fram virkninni og við munum senda lagfærða vöru eða nýja vöru til þín, á okkar kostnað. Mögulega munum við ekki skila til þín upprunalegu vörunni. Við getum ekki ábyrgst að við getum lagfært vöruna án þess að eiga hættu á því að forrit eða gögn tapist eða að ný vara muni innihalda gögnin þín sem voru geymd á upprunalegu vörunni. Ábyrgðin mun gilda áfram fyrir hinar lagfærðu eða nýju vörur út ábyrgðartímabilið eða í níutíu (90) daga frá móttöku hinnar lagfærðu eða nýju vöru, hvort sem er lengra.

Ef þú sendir vöruna til okkar án sönnunar fyrir kaupum, þá munum við endursenda vörunna til þín á þinn kostnað, þú þarft að greiða fyrir sendinguna fyrir fram, eða ef kostnaðurinn er ekki greiddur fyrir fram, þá munum við halda vörunni í þrjátíu (30) daga svo þú getir sótt hana áður en henni er fargað.

Hvað fellur ekki undir þessa ábyrgð? Þessi ábyrgð er takmörkuð og gildir ekki um: (i) eðlilegt slit; (ii) tjón vegna óhoflegrar notkunar, misbeitingar, slysa (t.d. högg á tækið að slysni, váhrif við vökva, matvöru eða önnur mengunarefni o.s.frv.), vanrækslu, misnotkunar, ófullnægjandi eða óviðurkenndra viðgerða eða annara lagfæringa, fikt, eða notkunar með óviðeigandi búnaði, tækjum, hugbúnaði, þjónustu eða öðrum óviðurkenndum hlutum frá þriðja aðila; (iii) notkun er ekki í samræmi við vörulýsingu; (iv) endurseld vara; (v) vara keypt frá öðrum aðila en Facebook Technologies eða viðurkenndum dreifingaraðila eða endursöluaðila (þ.m.t. óviðurkennd netsala), (vi) vörur sem eru ekki frá Facebook Technologies; (vii) notkun á vörunni er brotleg við lög, reglur eða venjur þar sem varan er notuð; eða (viii) eiginleikar eða atriði sem tengjast hugbúnaði eða þjónustu  ganga lengra en virkni vörunnar.

Í ábyrgðinni felast ekki nein loforð um að varan verði villulaus, eða um nýtanlegan tíma eða áframhaldandi aðgengi, gagnaöryggi hugbúnaðar eða netaðganga, eða að hugbúnaður, fastbúnaður eða netsíður muni virka ótruflað eða villulaust. Þessi takmarkaða ábyrgð er ógild ef vörunni er skilað með engum eða skemmdum merkimiða, eða ef búið er að eiga við miðann, (þ.m.t. ef einhver hluti vörunnar eða ytri hlíf vörunnar hefur verið fjarlægð í leyfisleysi).

Þessi ábyrgð nær ekki til tapaðra gagna; það er á ábyrgð þinni að taka reglulega endurrit af gögnum, annað hvort á stafrænum eða áþreifanlegum miðli, ef þú vilt halda í gögnin þín. Allt tjón eða kostnaður vegna endurheimt gagna, eyðingu og uppsetningu fellur utan gildissviðs þessarar ábyrgðar.

Á grundvelli þessarar ábyrgðar og í tengslum við vörunna eða tengdan hugbúnað eða netþjónustu mun Facebook Technologies ekki framlengja neina óbeina eða lögbundna ábyrgð, skilyrði eða forsendur.

FACEBOOK TECHNOLOGIES ÁBYRGIST EKKI, Á GRUNDVELLI ÞESSARAR ÁBYRGÐAR, SÉRSTAKT, ÓBEINT, TILFALLANDI, MISKA-, AFLEITT EÐA HVERSKONAR TJÓN Þ.M.T. EN EKKI EINGÖNGU TEKJU- EÐA REKSTRAR TAP, TAP Á GÖGNUM, AFNOTARMISSI Á TÆKINU EÐA FYLGIBÚNAI, KOSTNAÐ VEGNA SKIPTI Á VÖRU EÐA STAÐGÖNGUVÖRU, EÐA AFNOTARMISSI Á MEÐAN VÖRUNNI ER SKIPT ÚT EÐA HÚN ER Í VIÐGERÐ. JAFNFRAMT, skal ekkert í ábyrgðarskilmálum leiða til ÁBYRGÐar facebook technologies Á HVERSKONAR SÉRSTÖKU, ÓBEINU, TILFALLANDI, MISKA- EÐA AFLEIDDU TJÓNI, JAFNVEL ÞÓ FACEBOOK TECHNOLOGIES HAFI VERIÐ KUNNUGT UM ÁHÆTTUNA AF SLÍKU TJÓNI, EÐA NEINNI KRÖFU SEM Á RÆTUR AÐ REKJA TIL ÞESSARAR ÁBYRGÐARSKILMÁLA, ÓHAÐ FORMI KRÖFUNNAR, HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA SKAÐABÓTAKRÖFU INNAN SAMNINGA EÐA UTAN SAMNINGA (Þ.M.T. VEGNA VANRÆKSLU), SKAÐSEMISÁBYRGÐ EÐA Á ÖÐRUM ÓNEFNDUM GRUNDVELLI.

ÁBYRGÐ FACEBOOK TECHNOLOGIES VEGNA KRÖFU, SEM Á RÆTUR AÐ REKJA TIL ÞESSARAR ÁBYRGÐAR EÐA TENGIST ÞESSARI ÁBYRGÐ, SKAL ALDREI VERA HÆRRI EN SÚ UPHHÆÐ SEM ÞÚ GREIDDIR FYRIR VÖRUNA, ÓHAÐ FORMI KRÖFUNNAR, HVORT SEM UM ER AÐ RÆÐA SKAÐABÓTAKRÖFU INNAN SAMNINGA EÐA UTAN SAMNINGA (Þ.M.T. VEGNA VANRÆKSLU), SKAÐSEMISÁBYRGÐ EÐA KRÖFU Á ÖÐRUM ÓNEFNDUM GRUNDVELLI.

Hvaða lög gilda um þessa ábyrgð? Lög Kaliforníu fylkis í Bandaríkjunum, gilda um þessa ábyrgð.

Spurningar? Ef þú hefur einhverjar spurningar, eða vilt byrja á þjónustuferlinu, þá skaltu heimsækja https://support.Oculus.com.